Næring og fullorðnir

Sjá stærri mynd

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Embætti landlæknis hvetur til þess að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, gróft kornmeti, belgjurtir, jurtaolíu, fituminni mjólkurvörur, fisk, þorskalýsi, magurt kjöt og fleira.
Jafnvægi milli næringarefna er mikilvægt og það verður best tryggt með fjölbreyttu og hollu fæði. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en Íslendingar, eins og aðrir sem búa á norðlægum slóðum, þurfa að taka D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Jafnframt er konum sem geta orðið barnshafandi ráðlagt að taka fólattöflu daglega. Hér á síðunni eru nánari ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna.

 

Mataræði á meðgöngu

Holl og fjölbreytt fæða á meðgöngu er mikilvæg fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og stuðlar að heilbrigði þess síðar á ævinni. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir vellíðan og heilsu konunnar sjálfrar.

Hér á síðunni er fræðsluefni fyrir verðandi mæður, bæklingur með ráðleggingum um mataræði á meðgöngu. Bæklingurinn og útdráttur, hefur verið þýddur á 7 tungumál..

Matur og meðganga albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska, taílenska.

Matur og meðganga. Útdráttur albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska, taílenska.

Sjá einnig: Venjulegur góður matur á meðgöngu

Einnig er bent á fræðsluefni um næringu á meðgöngu á heilsuvera.is 

Síðast uppfært 17.11.2020