Næring og börn 6-12 ára

Næring barna er mikilvæg og leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu þeirra bæði til skamms og langs tíma litið. Hollur matur er einnig nauðsynlegur fyrir eðlilegan vöxt og þroska.

Í lögum um grunn- og framhaldsskóla og í aðalnámskrám er kveðið á um að skapa þurfi heilsueflandi umhverfi í skólum og að boðið sé upp á heilnæmt fæði í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis.

Í heilsueflandi skólum er markmiðið að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra í skólasamfélaginu þar með að stuðla að hollu mataræði.

Hér á síðunni er að finna ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri og upplýsingar um næringu í heilsueflandi grunnskóla.

Síðast uppfært 10.02.2021