Næring og börn á leikskólaaldri

Sjá stærri mynd

Næring barna fyrstu aldursárin leggur grunninn að fæðuvenjum þeirra síðar meir sem og viðhorfum þeirra til matar. Því er mikilvægt að börn fái tækifæri til að borða fjölbreyttan og hollan mat bæði til þess að matarsmekkur þeirra verði fjölbreyttur og þau dafni og þroskist eðlilega.

Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu þeirra bæði til skamms og langs tíma litið. Hollur matur er einnig nauðsynlegur fyrir eðlilega líkamsþyngd, vöxt og þroska.

Í Aðalnámskrá leikskóla er kveðið á um að skapa þurfi heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst sé hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum.

Í heilsueflandi leikskólum er markmiðið að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra í skólasamfélaginu og þar með að stuðla að hollu mataræði.

Æskilegt er að mataræði barna sé í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis en upplýsingar um þær er að finna hér á síðunni.

Síðast uppfært 23.03.2017