Fara beint í efnið

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Í ráðleggingum um mataræði er lögð áhersla á að auka neyslu grænmetis, ávaxta og fisks og heilkorna vara og minnka neyslu á sykri, mettaðri fitu, salti og mikið unnum vörum.

Ráðleggingar um mataræði. Spurningar og svör.

Fræðsla, ráðleggingar og rannsóknir á sviði næringar

Gefið er út fræðsluefni um næringu fyrir alla aldurshópa: Barnshafandi konur, ungbörn, börn, unglinga og ungt fólk, fullorðna og eldra fólk. Þetta efni er til notkunar í skólum, á heilbrigðisstofnunum, innan fyrirtækja og fyrir almenning. Á Heilsuveru má einnig finna ráðleggingar fyrir alla aldurshópa.

Landskannanir á mataræði fullorðinna eru framkvæmdar og einnig fer fram vöktun á mataræði í samvinnu við önnur Norðurlönd. Áhrifaþættir heilbrigðis, þar með talið mataræðis, eru vaktaðir mánaðarlega. Enn fremur er tölfræðilegum upplýsingum safnað um neyslu og sölu matvara í landinu, svokallaðar fæðuframboðstölur.

Unnið er með innlendum og erlendum rannsóknarstofnunum, háskólum og heilbrigðisstofnunum við rannsóknir á sviði næringar og heilsu.

Embætti landlæknis er faglegur ráðgjafi stjórnvalda um næringarmál og birtir ráðleggingar um mataræði og ráðlagða dagskammta næringarefna í samvinnu við helstu sérfræðinga á sviði næringar hér á landi. Embætti landlæknis er einnig í samstarfi við skóla, stofnanir og félagasamtök um heilsueflingu á sviði næringar.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis