Kynheilbrigði og ungbörn

Sjá stærri mynd

Frá fæðingu eru foreldrar farnir að gefa börnum skilaboð um þeirra eigin tilvist og með þeim hætti eru þeir að stuðla að tilfinningalegu öryggi eða óöryggi eftir því hvernig þeir:

  •  halda á þeim, snerta þau
  •  næra þau
  •  tala við þau
  •  hjálpa þeim að líða vel á líkama og sál

Ungbörn þroska með sér heilbrigðar tilfinningar gagnvart sjálfum sér og líkama sínum ef foreldrar sinna öllum þörfum þeirra af kærleiksríku og umhyggjusömu hugarfari.


Börn kanna líkama sinn
Börn læra fljótt að snerting kynfæra er jákvæð upplifun og eiga foreldrar að leyfa þeim að kanna þessi svæði eins og önnur svæði líkamans. Ef við bregðumst við þessari sjálfsskoðun þeirra með því að banna þeim eða jafnvel skamma þau, geta þau þroskað með sér sektarkennd gagnvart eigin líkama og kynlífi.

Einnig er hætta á því að þau muni eiga erfiðara með að treysta okkur í framtíðinni þegar þau þurfa á ráðgjöf og aðstoð okkar að halda á þessu sviði.

Meiri upplýsingar um þroska barna á ólíkum aldursskeiðunum og samskipti foreldra og barna í þeim efnum má finna í bæklingi sem vísað er í hér til hægri.

Síðast uppfært 16.06.2014