Kynheilbrigði og börn á leikskólaaldri

Sjá stærri mynd

Foreldrar fræða börnin sín um kynlíf, oft á ómeðvitaðan hátt. Hvernig foreldrar tala við börnin, hvaða hugmyndir þeir gefa þeim um líkama sinn og tilfinningar, er allt hluti af kynfræðslu. Mikilvægt er að vera meðvitaður um þetta og taka mið af andlegum og líkamlegum þroska barnsins hverju sinni. 

Dæmi um þroska barna á leikskólaaldri:

  • Á þriðja aldursárinu leikur þeim gjarnan forvitni á að vita hvernig börnin verða til.
  • Þau fara að vera meðvituð um að konur og karlar eru ekki eins og að kynfæri þeirra eru ólík. Þau uppgötva smám saman að fólk er annað hvort stelpa eða strákur, karl eða kona.
  • Þau eru forvitin um líkama foreldra sinna sem og annarra barna. Ekki er óalgengt að þau fari í læknisleiki og skoði þá kynfæri hvert annars.

Fyrir þá foreldra sem hafa hingað til ekki talið sig sinna kynfræðslu með beinum hætti er gott að vita að það er aldrei of seint að byrja umræðuna. 

Meiri upplýsingar um þroska barna á fyrstu aldursárunum og samskipti foreldra og barna í þeim efnum má finna í bæklingi sem vísað er í hér til hægri.

 

Síðast uppfært 16.06.2014