Kynheilbrigði

Sjá stærri mynd

Kynheilbrigði varðar bæði kynlífs- og frjósemisheilbrigði einstaklinga.
Í fyrstu hafa foreldrar mest að segja í því að móta jákvæða sjálfsmynd á þessu sviði, en síðan fara vinir/jafnaldrar, skólinn og ekki síst fjölmiðlar og markaðsöfl að skipta meiri máli.

Allir sem hafa áhrif á kynheilbrigði barna og ungs fólks, eins og foreldrar, skólinn, félagsmiðstöðvar, fjölmiðlar, auglýsendur, bæjar-, borgar- og ríkisstjórn, þurfa að leggja sitt af mörkum til að tryggja heilbrigði þeirra sem best á þessu sviði.

Til mikils er að vinna og með meðvitaðri stefnu, umræðu og umgengni er hægt að koma í veg fyrir margvíslegar neikvæðar afleiðingar kynlífs eins og fóstureyðingar, ótímabærar þunganir, kynsjúkdóma, eftirsjá og ofbeldi í kynlífi.

Umræða um kynlíf þarf að vera samfelld frá því börn eru lítil og fram eftir öllum uppvaxtarárum þeirra. Umræða um jákvæða þætti kynlífs, eins og hvað sé eðlilegt/óeðlilegt, gott/vont, rétt/rangt og hvað ber að varast og hvernig, eru þættir sem foreldrar, skóli og samfélagið allt ættu að leggja ríka áherslu á.

 

Síðast uppfært 16.06.2014