Hreyfing og ungt fólk

Sjá stærri mynd

Dagleg hreyfing er ungu fólki nauðsynleg fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan. Hún er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust.

Mikilvægt er að ungt fólk takmarki kyrrsetu  og hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu.  Meginráðleggingin er að öll börn og unglingar stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn.

Ungt fólk ætti að eiga þess kost að stunda fjölbreytta hreyfingu sem því finnst skemmtileg og er í samræmi við færni þess og getu. Þannig er grunnurinn lagður að lífsháttum sem fela í sér daglega hreyfingu til framtíðar.

Síðast uppfært 03.11.2015