Hreyfing og ungbörn

Sjá stærri mynd

Dagleg hreyfing er ungum börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hún er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að styrkja tengslamyndun milli foreldra og barns, þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust.

Skortur á örvun og langvarandi hreyfingarleysi ung- og smábarna getur seinkað hreyfiþroska þeirra og þar með færninni til að t.d. velta sér, skríða og ganga. Slík þróun getur aftur orðið til þess að barnið hreyfi sig minna í framtíðinni.

Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að börn temji sér lífshætti sem fela í sér hreyfingu á fullorðinsárum.

Síðast uppfært 03.11.2015