Hreyfing og fullorðnir

Sjá stærri mynd

Dagleg hreyfing er fullorðnum nauðsynleg fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan. Regluleg hreyfing er ekki aðeins mikilvæg til að sporna gegn fjölmörgum sjúkdómum. Hún veitir ekki síst andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld almennt. 

Miklvægt er fullorðnir takmarki kyrrsetu og hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Meginráðleggingin er að fullorðnir stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn.

Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig.

Síðast uppfært 03.11.2015