Forvarnardagurinn 2019

 Forvarnardagurinn sem verður haldinn í fjórtánda sinn þann 2. október n.k. er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og valdi hann til verkefnisstjórnar Embætti landlæknis og þrjú landssamtök æskufólks: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta.

Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni starfi innan þeirra vébanda. Markmið Net-ratleiksins er að vekja athygli nemanna á starfi þessara samtaka með því að fá þau til að heimsækja heimasíður þeirra sem og síðu Forvarnardagsins.
Öll framkvæmd verkefnisins í skólanum er á vegum skólans samkvæmt leiðbeiningum frá verkefnisstjórn Forvarnardagsins. Það er ósk okkar sem stöndum að Forvarnardeginum að sýning myndbands frá fjöldahreyfingum fyrir nemendur verði hvatning til þess að taka þátt í Net-ratleiknum og þar með heimsæki vefsíður félaganna og kynni sér starf þeirra.

Að lokum viljum við þakka fyrir einstaklega gott samstarf sem þessi félagasamtök hafa átt við skólastjórnendur sem og aðra fulltrúa skólans um Forvarnardaginn sem og önnur verkefni og væntum þess að Forvarnardagurinn skili þeim árangri sem að er stefnt.

Embætti landlæknis www.landlaeknir.is 
ÍSÍ: www.isi.is s: 514-4000
UMFÍ: www.umfi.is s: 568-2929
BÍS: www.skatar.is s: 550-9800

Síðast uppfært 15.07.2019