Heilsuefling

Sjá stærri mynd

Heilsuefling miðar að því að hafa áhrif á lífsstíl fólks og gera því kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæður. Auk almennrar fræðslu um þessi efni er áhersla lögð á það sem fólk á öllum aldri getur gert sjálft til að bæta andlega og líkamlega heilsu sína með því að huga að daglegum lífsvenjum og viðhorfum.

Með heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði.