Geðrækt fyrir unglinga og ungt fólk

Sjá stærri mynd

Góð geðheilsa er eitt af því sem skiptir mestu máli fyrir heilbrigði ungs fólks. Unglingsárin eru áhættutímabil fyrir þróun geðraskana en margir finna fyrir fyrstu einkennum um geðræn veikindi á þessum árum.

Mikilvægt er að ungt fólk og aðstandendur þeirra séu vakandi fyrir merkjum um geðrænan vanda, svo sem breytingum á skapi, svefni, matarvenjum, framkomu og líðan, en einnig að unnið sé að því með virkum hætti að því að efla geðheilbrigði meðal ungs fólks.

Hér má finna margskonar efni og upplýsingar sem nýta má í þeim tilgangi.