Geðrækt og ungbörn

Sjá stærri mynd

Lengi býr að fyrstu gerð. Huga þarf vandlega að tilfinningalegum þörfum ungbarna rétt eins og líkamlegum þörfum þeirra til að tryggja eðlilegan þroska og heilbrigði.

Mikilvægt er að ungbörn séu í miklum og nánum tengslum við foreldra sína og þörfum þeirra fyrir næringu, hvíld, nálægð og örvun sé sinnt af alúð. Þannig læra þau að treysta veröldinni, mynda tengsl við annað fólk og finna að þau séu elskuð.

Þetta er grundvöllurinn að góðri geðheilsu síðar meir.