Geðrækt og börn

Sjá stærri mynd

Tilfinningaleg heilsa og vellíðan barna leggur grunn að velferð þeirra í lífinu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er góð geðheilsa og líðan undirstaða allra lífsgæða og gerir fólki fært að finna tilgang með lífinu og vera virkir og skapandi þjóðfélagsþegnar.

Með því að efla geðheilsu barna er stuðlað að því að gera þau færari í að skilja og tjá tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd, sjálfstraust og þrautseigju, sem svo aftur leiðir til betri líðanar og námsárangurs.

Skólaumhverfið er næst á eftir heimili barnsins mikilvægasta umhverfi þess, umhverfi sem mótar félags- og tilfinningaþroska þess. Í skólanum gefst tækifæri til að efla félagsþroska barnsins í leik og starfi með öðrum börnum en einnig fullorðnu fólki. Þar læra þau að láta í ljós skoðanir sínar og viðhorf og kynnast því til hvers er ætlast af þeim sem samfélagsþegnum.

Hér á síðunni er aðgengilegt margs konar stuðningsefni varðandi tilfinningalega heilsu og vellíðan barna. 

 

Síðast uppfært 15.05.2012