Geðrækt og börn á leikskólaaldri

Sjá stærri mynd

Á aldrinum 2ja til 5 ára eru stigin stór skref í vexti og þroska. Börn fara frá því að vera háð foreldrum sínum með alla hluti að því að geta gert sífellt fleira upp á eigin spýtur.

Á þessu æviskeiði læra börnin að borða sjálf, klæða sig, fara á klósett, reima skóna og jafnvel lesa bækur. Sjálfsmyndin tekur að mótast og félagsþroski eflist til muna.

Hér má finna ýmislegt efni um hvernig er hægt að stuðla að sem bestum þroska og geðheilbrigði barna á leikskólaaldri.