Áfengis- og vímuvarnir og ungbörn

Sjá stærri mynd

Hér birtist efni sem tengist áfengis- og vímuefnaneyslu á meðgöngu.
Meðal efnis er fræðslubæklingur um áfengis- og vímuefnaneyslu á meðgöngu.

Barnshafandi konur eru hvattar til að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. Engin mörk eða viðmið eru örugg fyrir ófætt barnið og á það að njóta vafans. Ekki skiptir máli hvaða tegund áfengis neytt er, allur vínandi er skaðlegur fyrir fóstrið. Blóðkerfi barns og móður er samtengt og áfengi á því auðvelda leið að líffærum barnsins, sem eru ekki nægilega þroskuð til að brjóta áfengið niður. Fóstrið  verður þar af leiðandi fyrir meiri áhrifum en móðirin. Það þykir allvel sannað að áfengisneysla á meðgöngu getur haft alvarleg skaðleg áhrif á fóstrið og leiði til fæðingargalla.

Ólögleg vímuefni, s.s. kannabisefni og amfetamín geta m.a. valdið fósturláti, fylgjulosi og fyrirburafæðingu ef barnshafandi konur neyta þeirra.

Frekari upplýsingar má finna í bæklingnum Áfengi, vímuefni og meðganga og hjá heilbrigðisstarfsfólki. Bæklingurinn og útdráttur hefur verið þýddur á 7 tungumál.

 Áfengi, vímuefni og meðganga albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska, taílenska.

Áfengi, vímuefni og meðganga. Útdráttur albanska, arabíska, enska, pólska, rússneska, spænska, taílenska.

 

Síðast uppfært 09.05.2014