Áfengis- og vímuvarnir og fullorðnir

Sjá stærri mynd

Skaðleg neysla áfengis er alþjóðlegt vandamál sem ógnar bæði þroska einstaklinga og samfélaga. Neyslan veldur einnig skaða langt út fyrir líkamlega og andlega helsu neytandans. Hún hefur einnig áhrif á heilsu og líðan þeirra sem eru í umhverfi neytandans.

Einstaklingur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna getur skaðað aðra eða sett þá í hættu, t.d. í umferðarslysum, með ofbeldisfullri heðgun eða haft neikvæð áhrif á ættingja, vini, ókunnuga, vinnufélaga og vinnuframlag. Á þennan hátt get áhrif skaðlegrar neyslu áfengis eða annarra vímuefna náð djúpt inn í samfélagið. Neysla áfengis eða annarra vímuefna er því ekki einkamál hvers og eins. 

Síðast uppfært 09.05.2014