Áfengis- og vímuvarnir og eldra fólk

Áfengisneysla eldra fólks virðist vera að aukast og á það jafnt við hérlendis sem erlendis. Þeir sem eldri eru ættu að hafa varann á áfengisneyslu sinni þar sem þol þeirra gagnvart áfengi er minna en áður. Það skýrist m.a. af minna vatni í líkama eldra fólks til að þynna áfengið, auknu álagi á lifur og breyttri heilastarfssemi. Þetta getur m.a. leitt til meiri áfengismagns í blóði hjá eldra fólki en yngra eftir neyslu sama magns af áfengi.

Einhverjir nota áfengi í litlu magni til að auðvelda svefn, sérstaklega ef það er undir líkamlegu eða andlegu álagi. Í auknu magni getur áfengis hins vegar valdið svefntruflunum og jafnvel andvöku.

Síðast uppfært 09.05.2014