Hvað er viðbættur sykur?

Sykur er náttúrulega til staðar í sumum matvælum, til dæmis sem mjólkursykur í mjólkurvörum og ávaxtasykur í ávöxtum og hreinum söfum. Um viðbættan sykur er hins vegar talað þegar sykri er bætt í matvörur við framleiðslu. Það er ekki bara hvítur sykur sem telst til viðbætts sykurs, heldur einnig síróp, hrásykur, púðursykur, mólassi, glúkósi (þrúgusykur) og ávaxtasykur (frúktósi), svo eitthvað sé nefnt. Hvaða nafn eða tegund sem sykurinn hefur þá er það viðbótin sem slík sem skiptir máli og almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni tegund sykurs en annarri. Sumir benda á að í hrásykri og hunangi séu næringarefni sem ekki eru til staðar í hvíta sykrinum en þau eru í svo litlu mæli að þau leggja nær ekkert til næringargildis fæðunnar, sé sykurneysla innan hæfilegra marka.

 

Myndir sem sýna magn viðbætts sykurs í ýmsum matvælum
Sykurmolarnir sýna magn viðbætts sykurs í matvælunum á myndunum en athugið að umbúðirnar á hverri mynd geta verið misstórar.

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Mynd 4

 

Fróðleikur um sykurneyslu:  Næring og hreyfing barna
Sykur í fæði íslenskra barna Fæðuframboðstölur
Hvað hentar börnum best að drekka? Næring ungbarna
Viðbættur sykur í matvælum og tannheilsa Drekkum vatn - hollasta svaladrykkinn
Sykur og brauð - sitt af hvoru tagi Ráðleggingar um mataræði og næringarefni
Sykur og aftur sykur - getum við hamið átið? Nammidagur - hugum að sykurmagninu

 


Fyrst birt 06.02.2008
Síðast uppfært 21.09.2012

<< Til baka