Skimun fyrir krabbameini

Almennt um skimun; ávinning, takmarkanir og ókosti

Krabbameinsskimun er skipulögð rannsókn á hópi af einkennalausum einstaklingum.

Á Íslandi er skimað á landsvísu fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Með því að greina krabbamein á frumstigi/forstigi er mögulegt að lækka nýgengi sjúkdómsins, sem skimað er fyrir og/eða bæta lifun. Til þess að árangur skimunar sé góður er reglubundin þátttaka skimunarhópsins nauðsynleg.

Ástæða fyrir því að skimað er fyrir þessum tilteknu krabbameinum er vegna þess hve algeng þau eru og að þeim geta fylgt fjöldi dauðsfalla á hverju ári ef ekkert er að gert. Skimun útilokar ekki sjúkdóma og nær aldrei að greina öll krabbamein eða forstig þeirra.

Ávinningur skimunar fyrir krabbameini

  • Greining sjúkdóms á frumstigi/forstigi, til að auka líkur á lækningu og fækka dauðsföllum.
  • Auknar líkur á að þörf sé á minni meðferð, ef mein greinist snemma.
  • Hugarró.

Takmarkanir og ókostir skimana

  • Skimun getur gefið falskt neikvætt svar (ekki fundið sjúkdóm sem er til staðar) og þar með gefið falskt öryggi.
  • Skimun getur gefið falskt jákvætt svar (greint mein sem krabbamein sem er ekki krabbamein), sem leiðir þá til ofgreiningar, ofmeðhöndlunar með hugsanlegum aukaverkunum, álagi á heilbrigðiskerfið og auknum kostnaði.
  • Áhyggjur og kvíði meðan beðið er eftir niðurstöðum.


Bæklingur:
Skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Útg. jan. 2021

English.
Polski.


Bæklingur:

Skimun vegna frumubreytinga í leghálsi
Útg. jan. 2021

English.
Polski.

Síðast uppfært 11.05.2022