Öryggi og réttindi sjúklings
Mikilvægt er að notendur heilbrigðisþjónustu séu virkir þátttakendur og eftirlitsaðilar þegar kemur að eigin meðferð. Þannig stuðla þeir að öryggi sínu og þjónustan skilar betri árangri.
Lög um réttindi sjúklinga segja skýrum stöfum að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita, miðað við ástand hans og horfur á hverjum tíma. Með virkri þátttöku í eigin meðferð og árvekni sjúklings eru meiri líkur á að þetta ákvæði nái fram að ganga.
Margt er hægt að gera til að efla eigið öryggi í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingum/notendum heilbrigðisþjónustu sem taka virkan þátt í meðferð sinni farnast betur en öðrum.
Því hvetur embætti landlæknis alla notendur heilbrigðisþjónustu til að taka virkan þátt í og fylgjast vel með eigin meðferð eftir því sem kostur er og stuðla þannig að eigin öryggi og gæðum þjónustunnar.
Ítarefni
- Örugg dvöl á sjúkrahúsi - Bæklingur og myndband
- Láttu í þér heyra
- Lyforðin 10
- Lyfjagjöf á sjúkrahúsi
- Fræðsluerindi
eftir Lauru Scheving Thorsteinsson verkefnisstjóra - Speak up
Vefur á vegum bandarísku stofnunarinnar The Joint Commission
Hagnýtar upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur :
Velferðarráðuneytið hefur gefið út eftirtalin rit um réttindi sjúklinga:
- Kynntu þér réttindi þín. Upplýsingabæklingur um réttindi sjúklinga (PDF) (Útg. desember 1999).
- Lög um réttindi sjúklinga. Upplýsingarit fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu (PDF) (Útg. mars 2000).
Síðast uppfært 07.06.2021