Líffæragjafir

Taktu afstöðu til líffæragjafar

Embætti landlæknis hvetur fólk til að taka afstöðu til líffæragjafar. 

Þú getur skráð afstöðu þína til líffæragjafar í sérstakan gagnagrunn á vefsvæðinu:

Viltu verða líffæragjafi? 

Þar getur þú líka aflað þér upplýsinga um ýmsa þætti sem mikilvægt er að vita þegar afstaða til líffæragjafar er hugleidd.


Myndband um líffæragjafir

Líffæragjafir

Annað líf - Fræðslumynd um líffæragjafir á Íslandi, útgefin í Reykjavík 2009 (Opnast á YouTube).

Í þessari fræðslumynd er fjallað um fyrirkomulag líffæragjafa hér á landi. Læknar og aðrir fagaðilar útskýra hvernig þær ganga fyrir sig og aðstandendur líffæragjafa og líffæraþega greina frá reynslu sinni.

Útgefandi fræðslumyndarinnar er samstarfshópur fræðslumyndar um líffæragjafir. Yfirumsjón hafði Runólfur Pálsson læknir, en Landlæknisembættið annast dreifingu.

Handrit og stjórn upptöku: Páll Kristinn Pálsson
Kvikmyndagerð: Ólafur Rögnvaldsson, Ax kvikmyndagerð.
Lengd: 27 mínútur

 

Síðast uppfært 10.12.2015