Lyfjamál

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur eftirlit með lyfjaávísunum og stuðlar að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. Lyfjagagnagrunnur embættisins er mikilvægasta verkfærið sem notað er við þetta eftirlit.

Fylgst er með notkun einstakra lyfja á landsvísu og í samanburði við önnur lönd. Áhersla er lögð á eftirlit með ávanabindandi lyfjum. En auk þess hefur embættið til skoðunar tilvik þar sem skorið er úr um hvort læknar hafi ávísað ógætilega af tilteknum lyfjum.

Þá hefur embættið mælt með notkun lyfjagæðavísa á hjúkrunar-
heimilum. Þeir lúta að öryggi, hagkvæmni og heildarlyfjanotkun íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum og eru hluti af innra eftirliti heimilanna. Embætti landlæknis hefur kallað inn og birt á vefsetri sínu tölulegar upplýsingar frá hjúkrunarheimilum um fjóra lyfjagæðavísa.

 

Síðast uppfært 14.09.2020