Tilkynning um rekstur

Heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu ber samkvæmt lögum að tilkynna það til landlæknis. 

Í tilkynningunni skulu koma fram:

  • Almennar upplýsingar um heilbrigðisstarfsmann eða heilbrigðisstofnun.
  • Lýsing á aðstöðu, tækjakosti, búnaði og mönnun. 

Tilkynningum skulu fylgja upplýsingar um starfsleyfi í húsnæði sem heilbrigðiseftirlit viðkomandi sveitarfélags hefur gefið út.

Rekstraraðilum ber einnig að tilkynna til landlæknis verði breytingar á þjónustu þeirra eða rekstrinum hætt. 

Hægt er að nálgast viðeigandi eyðublöð efst til hægri á þessari síðu.

Embætti landlæknis gefur sér allt að átta vikum frá því tilkynning um rekstur berst þar til hún er tekin fyrir hjá embættinu.

Síðast uppfært 09.02.2016