Innleiðing RAI-mats í heimaþjónustu

Sjá stærri mynd

RAI-mat (Raunverulegur aðbúnaður íbúa) er alþjóðlegt mælitæki til að meta heilsufar, hjúkrunarþarfir og þörf skjólstæðinga fyrir þjónustu. Mælitækið er þróað í Bandaríkjunum og Kanada, en hefur verið þýtt og staðfært víða um heim. Ýmsar útgáfur eru til af RAI-mati og má þar nefna RAI-mat fyrir hjúkrunarheimili (RAI Nursing Home), RAI-mat fyrir heimaþjónustu (RAI Home Care) og RAI-mat fyrir geðheilbrigðisþjónustu (RAI Mental Health).

RAI-mat hefur um árabil verið framkvæmt á öldrunarstofnunum á Íslandi og hafa rekstrardaggjöld til stofnana, m.a. að hluta til byggt á hjúrkunarþyngdarstuðli samkvæmt RAI-mati. Frá 2011 hefur RAI Home Care (RAI HC) verið í notkun í heimaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Kynningarfyrirlestur um RAI-mat fyrir heimaþjónustu (RAI HC), upphafsmat og MAPLE

Með kynningarfyrirlestrinum er ætlunin að kynna notagildi RAI-mats fyrir heimaþjónustu (RAI HC), mismunandi hluta mælitækisins og lengd þess. Fjallað er um MAPLE reikniritið sem hægt er að nota til að rökstyðja og forgangsraða þjónustu til einstaklinga sem búa heima og hvernig RAI HC og MAPLE er notað í Kanada. Einnig verður farið yfir helstu niðurstöður úr þróunarverkefninu árið 2013 þar sem bæði var unnið með RAI HC og MAPLE reikniritið.

InterRAI Home Care
Námskeið og kennslumyndbönd

Allir sem framkvæma RAI-mat þurfa að sækja námskeið. Námskeiðið er til að tryggja að allir framkvæmi matið á sama hátt til að samanburður á milli stofnana, þjónustueininga og landshluta verði áreiðanlegur.

Þegar gengið hefur verið frá tengingum stofnunar við RAI-gagnagrunninn hjá Stika ehf er tekin ákvörðun um tímasetningu á námskeiði og vinnusmiðju í samráði við notendur.

Námskeiðið er tvíþætt. Annars vegar eru kennslumyndbönd og gögn sem þátttakendur kynna sér heima og hins vegar þátttaka í vinnusmiðju.

Nauðsynlegt er að horfa á öll kennslumyndböndin áður en mætt er í vinnusmiðju. Í vinnusmiðjunni eru m.a. framkvæmd möt, mötin yfirfarin og vafaatriði rædd. Gert er ráð fyrir að vinnusmiðjan gangi hratt og vel fyrir sig og að allir mæti vel undirbúnir. Ekki er æskilegt að mæta í vinnusmiðjuna óundirbúinn. Ef ekki hefur áunnist tími til undirbúnings er óskað eftir því að viðkomandi finni annan tíma fyrir vinnusmiðjuna.

Hægra megin ofarlega á þessari síðu eru box með hlekkjum á kennslumyndbönd og einnig á önnur gögn sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis í vinnusmiðjuna.

Gert er ráð fyrir að eftirfarandi stéttir geti farið á námskeið og framkvæmt matið: hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar og læknar.

Síðast uppfært 21.01.2015