Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna

Sjá stærri mynd

National Centre for e-Health

Þann 1. mars 2012 voru málefni sem tengjast rafrænni sjúkraskrá flutt frá velferðarráðuneyti til Embættis landlæknis.

Frá og með 1. mars 2018 heyrir verkefnið beint undir landlækni og kallast nú Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna. Nánar

Hlutverk

  • Að þróa og innleiða upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu á öruggan, hagkvæman og skilvirkan hátt og stuðla þannig að góðri og öruggri þjónustu og bættri lýðheilsu á öllum æviskeiðum.
  • Að viðhalda og sjá um stefnu í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu á landsvísu, í samráði við heilbrigðisyfirvöld og aðra lykilaðila.
  • Að þróa og innleiða rafræna sjúkraskrá í samræmi við þarfir sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna, stjórnenda og stjórnvalda.
  • Að þróa og innleiða aðgang einstaklinga að eigin heilbrigðisupplýsingum um vefinn Mínar síður á heilsuvera.is
  • Að þróa og reka íslenska heilbrigðisnetið (Hekla)
  • Að hafa eftirlit með öryggi net- og upplýsingakerfa stofnana í heilbrigðisþjónustu

Markmið

  • Tryggja öruggan aðgang heilbrigðisstarfsmanna að sjúkraskrárupplýsingum hvar og hvenær sem þörf krefur.
  • Tryggja öruggan aðgang einstaklinga að eigin heilsufarsupplýsingum hvar og hvenær sem þörf krefur.
  • Stuðla að auknu öryggi og gæðum sjúkraskrárupplýsinga.
  • Efla miðlun og úrvinnslu upplýsinga úr rafrænum sjúkraskrárkerfum.     

 Nánari upplýsingar um stefnu og markmið

 

Síðast uppfært 22.01.2020