Lyfjagæðavísar

Sjá stærri mynd

Í reglugerð nr. 1148/2008 er kveðið á um að embætti landlæknis skuli gefa heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum fyrirmæli um að nota gæðavísa. Embætti landlæknis skal birta upplýsingar um niðurstöður gæðavísa þannig að þær séu aðgengilegar fyrir notendur, heilbrigðisstofnanir, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld.

Markmið með notkun gæðavísa er að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og veita heilbrigðisstarfsmönnum aðhald í störfum sínum, auka gæðavitund þeirra og stuðla á þann hátt að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.

Embætti landlæknis hefur unnið gæðavísa er lúta að öryggi, hagkvæmni og heildarlyfjanotkun íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Í nokkrum tilvikum er áætlað að safna upplýsingum um heildarnotkun ákveðinna lyfja eða lyfjaflokka sem nota má til að bera saman lyfjanotkun stofnana. Stefnt er að því að notkun lyfjagæðavísa verði hluti af innra eftirliti heimilanna.

Lesa nánar um rannsóknir á lyfjanotkun og samanburð milli stofnana

 

Lyfjagæðavísar. Flokkun, orðskýringar og skilgreiningar:

Orðskýringar Hagkvæmni meðferðar
Öryggi meðferðar Heildarnotkun ákveðinna lyfja
Gagnsemi lyfja  

 

Ítarefni:

Heimildir (doc)
Hagnýt atriði og dæmi varðandi notkun lyfjagæðavísa