Leiðbeiningar við ritun dánarvottorða

Samkvæmt lögum nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar o.fl. skal læknir rita dánarvottorð fyrir hvern mann er deyr hér á landi. Vottorðið skal ritað á eyðublað sem landlæknir lætur útbúa og byggir á leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Sjá nánar leiðbeiningar um ritun dánarvottorða

Dánarvottorð hefur margþætt hlutverk. Það er að hluta lögformlegt skjal og forsenda fyrir skráningu dauðsfalls í þjóðskrá og útgáfu heimildar sýslumanns til útfarar. Auk þess er það frumheimild fyrir tölfræðilega úrvinnslu og rannsóknir á dánarmeinum. Því er mikilvægt að upplýsingar, sem færðar eru á dánarvottorð, séu eins nákvæmar og réttar og hægt er.

Þegar birtar eru opinberar tölur um andlát eftir dánarorsökum á Íslandi er aðeins stuðst við svokölluð undirliggjandi dánarmein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir undirliggjandi dánarorsök (e. underlying cause of death) sem þann sjúkdóm eða slys sem setti af stað keðju sjúkdóma eða atburða sem leiddu með beinum hætti til dauða, eða þær aðstæður sem tengjast slysi eða ofbeldisverki sem olli hinum banvæna áverka. Frá 1996 hafa hins vegar samverkandi dánarorsakir einnig verið kóðaðar og skrásettar í dánarmeinaskrá. Þær upplýsingar. nýtast m.a. til vísindarannsókna.