Hjúkrunarfræðingar

Rétt til að kalla sig hjúkrunarfræðing og starfa sem slíkur hér á landi, er skilgreindur í reglugerð nr. 512/2013 um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Reglugerðin er sett samkvæmt lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn.

Starfsleyfi

Samkvæmt reglugerðinni skal veita starfsleyfi:

Umsækjanda sem lokið hefur BS-prófi í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands eða heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Um umsækjanda sem lokið hefur prófi í hjúkrunarfræði í EES-ríki eða í Sviss gildir reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum, nr. 461/2011, eða Norðurlandasamningur nr. 36/1993 um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna.

Heimilt er að veita starfsleyfi þeim sem lokið hafa sambærilegu prófi frá menntastofnun í ríki utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af heilbrigðisyfirvöldum hér á landi og þess ríkis þar sem námið var stundað.

Eyðublað fyrir umsókn um starfsleyfi

Umsókn um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar

 

Fylgiskjöl

  • Umsækjendur með próf frá menntastofnun á Íslandi þurfa að skila inn staðfestu ljósriti af prófskírteini sínu þar sem fram koma nafn, kennitala og heiti á prófgráðu.
  • Umsækjendur sem stundað hafa nám innan EES eða í Sviss þurfa, auk staðfests ljósrits af prófskírteini að skila inn:
  • Staðfestu ljósriti af þarlendu starfsleyfi (ef það er til staðar).
  • Ljósrit af vegabréfi til að færa sönnur á ríkisfangi.
  • Upplýsingum um sviptingu, takmörkun, afturköllun starfsleyfis eða önnur slík viðurlög vegna alvarlegra brota í starfi eða mistaka (Letter of Good Standing). Gögn mega ekki vera eldri en þriggja mánaða.
  • Vottorði frá lögbæru stjórnvaldi í landi sem gaf út vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem staðfestir að nám viðkomandi uppfylli skilyrði tilskipunar 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum, nr. 461/2011  (Letter Of Confirmity). Stundum eru upplýsingar í þessum lið og liðnum á undan í einu skjali sem kallað er Certificate of Current Professional Status (CCPS).
  • Jafnframt þarf að skila inn frumgögnum á öðrum tungumálum en ensku, dönsku, norsku, sænsku eða íslensku í þýðingu löggilts skjalaþýðanda á íslensku eða ensku.
  • Umsækjendur sem stundað hafa nám utan EES og Sviss þurfa að auki að skila inn staðfestu afriti umsóknar um atvinnu- og dvalarleyfi ásamt undirrituðum ráðningarsamningi, vottorði um íslenskukunnáttu og námslýsingu á íslensku eða ensku.

Útfyllta og undirritaða umsókn um starfsleyfi skal senda embætti landlæknis ásamt staðfestum ljósritum af nauðsynlegum gögnum. Með staðfestu ljósriti er átt við að samræmi milli frumrits og ljósrits sé staðfest. Gögn fást staðfest hjá viðkomandi skóla (ef nám var stundað á Íslandi) hjá embætti landlæknis eða hjá sýslumanni.

Umsókn um vottorð vegna starfsleyfis má senda embætti landlæknis í tölvupósti á vottord@landlaeknir.is

ATH. Gildistími vottorða er þrír mánuðir frá útgáfudegi.

Gjöld fyrir starfsleyfi og vottorð

Greiða ber til ríkissjóðs fyrir útgáfu starfs- og sérfræðileyfa og vottorða sem embætti landlæknis gefur út. Mælt er fyrir um þessi gjöld í lögum nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.

Gjald fyrir útgáfu starfsleyfis og sérfræðileyfis er 11.000 kr. en 2.500 kr. fyrir vottorð vegna starfsleyfis.

Gjöld fyrir umsögn

Þegar senda þarf umsókn til umsagnar er innheimt gjald samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðuneytisins fyrir mat umsóknar um heimild heilbrigðisstarfsmanns til að gegna starfi hér á landi.

  • Gjald vegna mats umsóknar um starfsleyfi á grundvelli menntunar á háskólastigi er 50.000 kr.
  • Gjald vegna mats umsóknar um starfsleyfi á grundvelli menntunar á framhaldsskólastigi er 25.000 kr.

Síðast uppfært 27.12.2019

<< Til baka