Starfsleyfi

Sjá stærri mynd

Þann 1. janúar 2013 tóku gildi lög um heilbrigðisstarfsmenn, lög nr. 34/2012. Þá féllu brott sérstök lög og reglugerðir um einstakar heilbrigðisstéttir. Í þeirra stað voru gefnar út nýjar reglugerðir um hverja heilbrigðisstétt fyrir sig. Unnt er að nálgast lögin og reglugerðirnar í dálkinum hér til vinstri.

Gjöld fyrir starfsleyfi, vottorð starfsleyfa og viðurkenningar
Embætti landlæknis innheimtir gjald fyrir útgáfu starfsleyfa, sérfræðileyfa og vottorða vegna starfsleyfa heilbrigðisstarfsmanna.

Einnig er innheimt sérstakt umsýslugjald skv. gjaldskrá velferðar-
ráðuneytisins vegna vinnu við mat á umsóknum og útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa, sjá reglugerð nr. 951/2012 í dálkinum til vinstri.

Sjá frétt: Starfsréttindi heilbrigðisstarfsmanna í kjölfar Brexit

Síðast uppfært 26.10.2020