Átján mánaða skoðun

Markmið: Greina frávik í heilsu og þroska barns við 18 mánaða aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

Sjá stærri mynd


Fagaðili: Hjúkrunarfræðingur og læknir. Mælt með að barnalæknir komi að skoðuninni sé hann til staðar.

 

Verkþættir:

A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

B. Þroskamat

C. Líkamsskoðun

D. Bólusetning

E. Athugið stigagjöf úr 9 vikna EPDS-skimun

 

A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

Áhersla er lögð á:

 • Næringu
 • Lýsi eða D-vítamín
 • Þroska, hreyfingu og málörvun barns
 • Uppeldi, hegðun og aga
 • Svefn barns
 • Tannhirðu barns
 • Hreinlætisvenjur
 • Slysavarnir

Bendið foreldrum á að skrá barn hjá heimilistannlækni í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands.

 

B. Þroskamat

Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum með PEDS og þroskamati.

 • Áður en foreldrar fá PEDS-matsblað foreldra í hendur skal greina þeim frá því að athugun á hegðun og þroska sé mikilvægur þáttur í veittri þjónustu á heilsugæslustöðvum. Spyrja þarf hvort foreldrar vilji fylla blaðið út sjálfir eða hvort þeir vilji að einhver fari með þeim í gegnum spurningarnar. PEDS-leiðbeiningar um framkvæmd og stigagjöfstigablaðtúlkunarblað.  
 • Almennt má framkvæma þroskamatið með þremur mismunandi aðferðum: beinni athugun, óbeinni athugun og/eða upplýsingum foreldra.
 • Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð áður um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu í samhengi við 18 mánaða þroskamat.

PEDS-matsblað foreldra á íslensku, ensku, frönsku, kínversku, pólsku, spænsku, rússnesku, swahili, tælensku, víetnömsku

Þroskamat 18 mánaða

 

 

 

 

 

 

 

 

C. Líkamsskoðun

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna.

Tilvísun til tannlæknis ef tannskemmd er sýnileg eða mikil skán er á tönnum. Afhendið foreldrum tannbursta ef tennur barns eru illa hirtar. Fylgist með og leiðbeinið þegar foreldri burstar tennur barnsins. 

 

D. Bólusetning

 

E. Athugið stigagjöf úr 9 vikna EPDS-skimun

Eftirfylgd langveikra kvenna. Endurmetið 18 mánuðum eftir fæðingu ef þörf krefur.

Vinnureglur vegna EPDS-skimunar

 

 

<< Til baka