Níu vikna skoðun

Markmið: Greina frávik í heilsu og þroska barns við 9 vikna aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

Sjá stærri mynd


Fagaðili:
Hjúkrunarfræðingur. Skoðunin fer fram á heilsugæslustöð eða í heimahúsi.

 

Verkþættir:

A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

B. Þroskamat

C. Líkamsskoðun

D. Skimun með Edinborgarkvarðanum (EDPS)

 

A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda.

Áhersla skal lögð á:

Kynnið fyrir foreldrum fyrirhugaðar ónæmisaðgerðir, sjá Upplýsingar um bólusetningar barna fyrir foreldra og aðstandendur.

 

B. Þroskamat

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu.

 

C. Líkamsskoðun

Barnið er skoðað af hjúkrunarfræðingi á sama hátt og áður, vigtað og höfuðummál mælt.

Almenn skoðun ungbarns
í heimavitjun

Meðfædd viðbrögð

 

 

D. Skimun með Edinborgarkvarðanum (EPDS)

Mikilvægt er að fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan móður/föður, sérstaklega með andlega vanlíðan og fæðingaþunglyndi móður í huga. Leggja skal Edinborgarkvarðann (EPDS) fyrir allar konur u.þ.b. 9 vikum eftir fæðingu.

Stigagjöf EPDS-skimunar

Vinnureglur vegna EPDS-skimunar

 

 

 

 

 

 

 

 

Edinborgarþunglyndiskvarðinn á ýmsum tungumálum  

íslenska - arabíska - cambodían (khmer) - dari - enska - filipino (tagalog) - franska - - hindi - hollenskaigbo - ítalskajapanska - kínverska - kóreska - laomakedónía malay - maltese - norska - persneska (farsi) - pólska - portúgalska - punjabi - rússneska - sænska - serbneska - somali - spænska - tælenska - tyrkneska - víetnamska - þýska

<< Til baka