Sex vikna skoðun

Markmið: Greina frávik í heilsu og þroska barns við 6 vikna aldur og veita foreldrum fræðslu og stuðning.

Sjá stærri mynd


Fagaðili: Hjúkrunarfræðingur og læknir. Mælt með að barnalæknir komi að skoðuninni sé hann til staðar. Skoðunin fer fram á heilsugæslustöð.

 

Verkþættir:

A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

B. Þroskamat

C. Líkamsskoðun

 

A. Upplýsingasöfnun, fræðsla og ráðgjöf

Meta þarf út frá aðstæðum hverju sinni hvaða stuðning og fræðslu foreldrar þurfa á að halda. 

Áhersla skal lögð á:

Edinborgarkvarðinn (EPDS) er lagður fyrir allar konur í 9 vikna skoðun. Hægt er að leggja hann fyrir fyrr ef hjúkrunarfræðingur verður þess áskynja að konunni líði illa andlega.

Stigagjöf EPDS-skimunar

Vinnureglur vegna EPDS-skimunar

 

 

 

 

 

 

 

 

B. Þroskamat

Gert er mat á þroska og skimað fyrir þroskafrávikum. Almennt má framkvæma þroskamatið með þremur mismunandi aðferðum: beinni athugun, óbeinni athugun og/eða upplýsingum foreldra.

Athugið hvort athugasemd hefur verið gerð áður um þroska barns sem þarf að fylgja eftir. Endurtakið atriði úr fyrra þroskamati sem voru óeðlileg og metið útkomu í samhengi við  6 vikna þroskamat.

Þroskamat 6 vikna

 

 

 

 

 

 

 

 

C. Líkamsskoðun

Mæla þyngd, lengd og höfuðummál.

Almenn skoðun – sjá leiðbeiningar um líkamsskoðun barna

Athugið tonus með því að rétta úr í olnbogum, mjöðmum, hnjám og fótliðum. Talsverður breytileiki í tonus er eðlilegur á þessum aldri. Sé um að ræða verulega hypo- eða hypertoni eða greinilegan mun vinstra og hægra megin ber að vísa barni áfram til nánari athugunar.

Ef barnið „fixerar“ ekki og fylgir ekki eftir. Athugið svörun sjáaldurs við ljósi (sjá áður). Athugið að gult eða gulhvítt sjáaldur getur bent til að um retinoblastoma eða sjúkdóm í augnbotnum sé að ræða. Sé um veruleg frávik að ræða ber að fá álit sérfræðings og í vafatilvikum skoða barnið aftur eftir 4–6 vikur.

 

 

<< Til baka