Tannheilsa

Markmið: Betri tannheilsa

Sjá stærri mynd

 

Verkþættir 2018-2020:

A Auka þekkingu og færni nemenda í góðri tannhirðu

B Vöktun á skráningu barna hjá heimilistannlækni

 

Árangursviðmið í skólaheilsugæslu

a) 90% grunnskólabarna bursti tennur að lágmarki 2x á dag

b) öll grunnskólabörn hafi skráðan heimilistannlækni

 Verkþáttur A

AUKA ÞEKKINGU OG FÆRNI NEMENDA Á GÓÐRI TANNHIRÐU

Fylgja skal skipulagi og markmiðum 6H fræðslunnar um tannvernd.

Í einstaklings viðtölum um heilsu og líðan í 1., 4., 7. og 9. bekk skal ræða um tannheilsuna, greina tækifæri til að bæta tannheilsuna og/eða styrkja góðar tannheilsuvenjur auk þjálfunar í tannburstun og hreinsun milli tanna með tannþræði.

 


Verkþáttur B

VÖKTUN Á SKRÁNINGU BARNA HJÁ HEIMILISTANNLÆKNI

Forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga er að börn hafi skráðan heimilistannlækni hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Upplýsingar frá SÍ um skráðan heimilistannlækni birtast uppfærðar í Ískrá. Þar má einnig nálgast lista yfir börn „Án heimilistannlæknis".

  • Fara skal yfir listann í upphafi hvers skólaárs og hvetja foreldra til að panta tíma hjá tannlækni með tölvupósti eða töskupósti. Upplýsingarnar eru til á fleiri tungumálum, sjá hér til hliðar. Ávalt skal stofna samskipti með viðfangsefninu „Án heimilistannlæknis" sem birtast forskráð ef tvísmellt er á „óskráð samskipti" í listanum.

  • Ef barn er enn á listanum eftir 3-4 mánuði (des/jan) skal hafa samband við foreldri/forráðamann símleiðis. Skrá skal framvindu fyrri samskipta með því að tvísmella á „samskipti" í listanum.

  • Ef barn er enn á listanum í lok skólaárs (mars/apríl) skal skoða tennur þeirra barna. Ef merki eru um skemmdir eða slæma tannhirðu skal leita viðeigandi leiða til að barnið fá tannlæknaþjónustu, s.s. með aðstoð félagsþjónustu og/eða barnaverndar. Skrá skal áætlun/aðgerðir í framvindu fyrri samskipta.

  • Ef grunnskólabarn er með tannpínu eða lendir í slysi og brýtur eða missir tönn skal í samvinnu við foreldri/forráðamann tryggja barni tíma hjá tannlækni án tafar. Ávallt skal skrá samskipti í þessum tilvikum. Slysaskráning er á ábyrgð skólastjórnenda og áverkavottorð er fyllt út af tannlækni og sent Sjúkratryggingum Íslands. 

Síðast uppfært 19.10.2018

<< Til baka