Grunur um heyrnarskerðingu

Markmið: Heyrnarmæla skal börn eftir þörfum, annað hvort í skóla eða á heilsugæslustöð eftir aðstæðum.

Sjá stærri mynd

 


Verkþáttur: Huga að eftirfarandi þáttum sem gætu bent til heyrnarskerðingar:

 • Tal- og /eða málörðugleikar.
 • Lestrarörðugleikar.
 • Skert athygli eða hvers kyns grunur um heyrnarskerðingu.
 • Áhyggjur foreldra eða kennara af heyrn barnsins.

Framkvæmd heyrnarmælinga:

 • Kembimæling er gerð á eftirfarandi tíðnum (Hz): 1000, 2000, 4000, 6000. Best er að byrja á 1000 síðan 2000-4000-6000.
 • Styrkur áreitis skal vera 20dB á öllum tíðnum.
 • Ef barn heyrir ekki 2 tíðnir á 20dB eða fleiri skal hafa samband við foreldra og kanna hvort vandamálið er þekkt.
 • Ef vandamálið er ekki þekkt ætti fyrst að vísa barninu til heimilislæknis til skoðunar á eyrum því eyrnamergur eða eyrnabólgur gætu orsakað lélegt heyrnarpróf og þá verður að meðhöndla þau vandamál fyrst.
 • Mæla þarf svo barnið aftur eftir skoðun hjá heimilislækni og ef barnið stenst ekki endurtekið heyrnarpróf ætti að vísa til háls-, nef og eyrnalæknis eða Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
 • Komi fram heyrnardeyfa á öðru eyra, má prófa að snúa heyrnartólunum og fáist þá sama útkoma, ætti það ekki að vera vegna vanstillingar eða bilunar á tækinu.
 • Mælt er með að heyrnamælar séu stilltir a.m.k. einu sinni á ári eða skv. leiðbeiningum frá framleiðanda.

Síðast uppfært 07.02.2014

<< Til baka