Aðlögun barna

Markmið: Stuðla að farsælli aðlögun barna sem hefja grunnskólagöngu eða flytja á milli skóla.

Sjá stærri mynd

Verkþættir:

A  Stuðla að farsælum flutningi barna á milli skóla.

B  Stuðla að farsælli aðlögun barna sem flytjast til landsins.

C  Sjá til þess að börn sem flytjast til landsins fari í skimun samkvæmt gildandi reglugerð.


 

Verkþáttur A: Stuðla að farsælum flutningi barna á milli skóla

  • Kynna sér móttökuáætlun skólans fyrir nýja nemendur.
  • Sé slík áætlun ekki til þarf að stuðla að því að hún verði búin til eins og lög gera ráð fyrir.
  • Taka þátt í endurskoðun móttökuáætlunar og tryggja að skólahjúkrunarfræðingi berist upplýsingar um nemendur sem koma eftir að skólaárið er hafið.
  • Tryggja að nýnemum sé kynnt staðsetning heilsuverndar innan skólans sem hluta af móttökuferli þeirra.
  • Hitta alla nýja nemendur og kynna sig fyrir þeim.


Verkþáttur B: Stuðla að farsælli aðlögun barna sem flytjast til landsins.

  • Vinna samkvæmt vinnuferli varðandi börn sem flytjast erlendis frá.
  • Vinna í samstarfi við starfsfólk skólans að málefnum barna sem flytjast erlendis frá.
  • Nýta túlkaþjónustu eftir þörfum.
  • Kynna foreldrum réttindi og skyldur til dæmis er varða þjónustu heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustunnar og menntakerfisins eftir því sem þurfa þykir.

 

Verkþáttur C: Sjá til þess að börn sem flytjast til landsins fari í skimun samkvæmt gildandi reglugerð.

  • Öll börn undir 18 ára sem flytja til landsins frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins eiga að undirgangast læknisskoðun á göngudeild smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins.

Síðast uppfært 07.02.2014

<< Til baka