Öryggi og velferð barna

Markmið: Stuðla að öryggi og velferð barna í skólanum.

Sjá stærri mynd

Verkþættir:

A.  Stuðla að öryggi barna í skólanum.

B.  Stuðla að góðri vinnuaðstöðu og aðbúnaði nemenda.

C.  Taka þátt í að búa skólann undir hugsanleg áföll.

D.  Leitast við að draga úr þeim skaða sem áföll valda.

E.  Bregðast á réttan hátt við slysum, veikindum og kvillum barna í skóla.


Verkþáttur A: Stuðla að öryggi barna í skólanum

 • Kynna sér reglur varðandi öryggismál í skólum, þar með talið slysavarnir, netöryggi, öryggi í sturtuklefum og öryggi á skólalóð.
 • Hafa samvinnu við skólastjórnendur vegna öryggismála.
 • Benda skólastjórnendum á slysagildrur í og við skóla. Gott að hafa slíkar tilkynningar skriflegar og varðveita afrit.
 • Hafa umsjón með sjúkrakössum skólans, fylla þá reglulega og sjá til þess að þeir séu staðsettir þar sem við á.
 • Kynna fyrir starfsfólki skólans hvar sjúkrakassar eru staðsettir.
 • Hvetja til árlegrar úttektar á skóla og lóð með tilliti til öryggis.
 • Hvetja til árlegrar brunaæfinga í skólanum.

 

Verkþáttur B: Stuðla að góðri vinnuaðstöðu og aðbúnaði nemenda

 • Huga að vinnuaðstæðum skólabarna, t.d. hæð borða og stóla, loftgæði og lýsingu.
 • Huga að hljóðvist á þeim stöðum sem nemendur eru t.d. í matsal.
 • Senda athugasemdir til skólastjórnenda ef þörf er á úrbótum.

 

Verkþáttur C: Taka þátt í að búa skólann undir hugsanleg áföll

 • Kynna sér hvort skólinn hefur áfallaráð og /eða áfallaáætlun og kynna sér hana sé hún til.
 • Taka þátt í starfi áfallaráðs og kynna sér hlutverk heilsuverndar skólabarna  í því.
 • Ef áfallaáætlun er ekki til þarf að stuðla að því að hún verði unnin.
 • Hvetja til að áfallaráð fundi a.m.k. einu sinni yfir skólaárið.

 

Verkþáttur D: Leitast við að draga úr þeim skaða sem áföll valda.

 • Hvetja til þess að áfallaáætlun skólans sé notuð.
 • Leita eftir stuðningi frá Heilsugæslunni ef þurfa þykir við skyndilegt áfall í skóla.
 • Kynna þeim sem orðið hafa fyrir áfalli hvert þeir geta leitað innan skólans ef þeim líður illa.
 • Taka þátt í stuðningi og vinnu með einstaklinga og hópa sem verða fyrir áfalli.
 • Vera vakandi fyrir langtímaeinkennum eftir áfall.
 • Skrá áföll í heilsufarsskrá nemenda og stuðla að því að áfallaráð skrái áföll.

 

Verkþáttur E: Bregðast á réttan hátt við slysum, veikindum og kvillum barna í skóla

 • Kynna sér hvort skólinn hefur viðbragðsáætlun verði alvarleg slys.
 • Ef viðbragsáætlun er ekki til staðar þarf að stuðla að því að hún verði unnin.
 • Hvetja til þess að starfsfólk skólans sæki skyndihjálparnámskeið annað hvert ár.
 • Hvetja skólastjórnendur til markvissrar skráningar slysa í skólanum.
 • Við alvarleg slys þarf að kalla til lögreglu. Sé kallað eftir sjúkrabíl kemur lögregla alltaf á staðinn.
 • Kynna sér hvernig tryggingarmálum í sveitarfélaginu er háttað og vinna í samræmi við það.
 • Veikist börn á skólatíma er rétt að hafa samband við foreldra þeirra sem sækja þau í skólann.
 • Komi upp bráðaveikindi hjá nemanda er kallað á sjúkrabíl og síðan haft samband við foreldra.

Síðast uppfært 15.05.2017

<< Til baka