Aðgengi að heilsuvernd

Markmið: Tryggja að skólabörn hafi aðgengi að starfsfólki heilsuverndar í skólum.

Sjá stærri mynd

Árangursviðmið: Miða ætti eitt stöðugildi heilbrigðisstarfsmanns við 500 til 700 nemendur. Viðvera heilbrigðisstarfsmanns ætti ekki að vera sjaldnar en einu sinni í mánuði í minnstu skólunum.

Verkþættir:

Kynna viðverutíma starfsmanna heilsugæslunnar í skólanum.

Hafa ákveðinn auglýstan viðtalstíma þar sem börn geta leitað til starfsmanns heilsugæslunnar.

Skipuleggja, í samráði við skólastjórnendur þjónustu við nemendur þegar óhöpp og slys verða.

Veita fyrstu hjálp ásamt starfsfólki skólans þegar slys verða.

Greina vanda þeirra sem hafa tíðar og/eða óljósar kvartanir í skóla og vísa þeim á viðeigandi úrræði.

  • Kanna umhverfi og aðstæður nemenda.
  • Viðtal við nemandann, foreldra og þá starfsmenn sem að honum koma.
  • Finna farveg fyrir málið innan eða utan skólans.
  • Áframhaldandi stuðningur við nemandann eftir því sem þurfa þykir.

Síðast uppfært 07.02.2014

<< Til baka