Heilbrigðisfræðsla

Markmið: Auka þekkingu og færni nemenda á heilbrigðu líferni.

Sjá stærri mynd

Verkþættir:

A.  Hópfræðsla samkvæmt skipulagi.

B.  Veita nemendum áhugahvetjandi samtal um heilsu og líðan samkvæmt skipulagi.

Árangursviðmið: Heilsuvernd skólabarna skal með skipulagðri fræðslu og heilsueflingu stefna að því að nemendur hafi góða sjálfsmynd og líði vel í skólanum. Þeir  borði morgunmat og taki lýsi, hreyfi sig reglulega og séu félagslega virkir. Þá skal lögð áherlsa á að nemendur bursti tennur sínar tvisvar á dag og fái 9-11 tíma svefn. 

Að jafnaði skal stefnt að því að 80% nemenda fái fræðslu samkvæmt skipulagi og 95% nemenda í 1., 4., 7. og 9. bekk fái áhugahvetjandi samtal um heilsu og líðan. Þá skal stefnt að því að 80-100% nemenda í hverjum bekk nái eftirfarandi markmiðum (sjá töflu að neðan) og miðað er við að fjöldi barna í bekk sé um og yfir tuttugu. Heilbrigðisstarfsmaður viðkomandi skóla getur fengið árangursmat úr Ískrá eftir bekkjum og árgöngum og brugðist við með frekari aðgerðum ef þörf er á.

Eftirfarandi árangursviðmið eru sett fram þar sem tölurnar tákna hlutfall barna sem nær eftirfarandi viðmiðum. Ef hlutfallinu í græna dálknum er náð, er árangur mjög góður, ef hlutfallinu í gula dálkinum er náð þarf hvatningu og ef hlutfallinu í rauða dálkinum er náð þarf verulega hvatningu.

Árangursviðmið heilbrigðisfræðslu í 1., 4. og 7. bekk
(smelltu á myndina til að fá pdf-skjal í nýjum glugga (31 kB)):

Árangursviðmið heilbrigðisfræðslu

 Verkþáttur A: Hópfræðsla með eftirfarandi hugmyndafræði og skipulagi

Hugmyndafræði:

 • Skýrar áherslur og markmið, inngrip í kennslu skulu að jafnaði vera  stutt eða um 20-30 mínútur í senn og hafa skýr markmið.
 • Styrkjandi leiðbeiningar, leiðbeina skal nemendum um æskilega hegðun sem styrkir heilsu þeirra en forðast hræðsluáróður. 
 • Lært í gegnum athöfn, leiðbeiningar skulu að hluta til vera verkefnavinna sem eflir færni nemenda í að tileinka sér heilbrigða lífshætti.
 • Foreldrar virkjaðir, í kjölfar fræðslu skal senda fréttabréf heim til foreldra til að stuðla að þátttöku þeirra í heilsueflingu barnanna. 
 • Áhersla skal lögð á að byggja upp færni barnanna í:
  • Ákvarðanatöku
  • Eflingu sjálfsmyndar
  • Markmiðasetningu
  • Streitustjórnun
  • Árangursríkum samskiptum

Skipulag:

Veita skal skipulagða fræðslu um heilsutengda þætti í öllum árgöngum. Fylgja skal eftirfarandi  markmiðum og má nálgast fræðsluefni tengd þessum markmiðum hér til hægri. Senda skal foreldrum fréttabréf eftir hverja fræðslu.

  • 1. bekkur
   Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi
   „Líkaminn minn”: Börnin viti að þau eiga sinn líkama sjálf
   Börnin viti að kynferðisleg misnotkun er alltaf röng og ekki þeirra sök Börnin viti að þau megi segja NEI
   Börnin viti að þau eigi að segja frá verði þau fyrir óþægilegri reynslu

   Næring:
   Börnin viti að morgunmatur er mikilvægur fyrir þau.
   Börnin þekki lýsið og viti að það sé hollt fyrir þau.
   Hvetja börnin til að þekkja og borða mismunandi ávexti og grænmeti.

   Tannvernd:
   Börn þekki heiti og hlutverk tannanna.
   Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu.
   Börn þekki hvað er holl og óholl fæða fyrir tennurnar.

   Slysavarnir:
   Börn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að nota hjálm.
   Börn kunni að setja á sig hjálm.
  • 2. bekkur
   Hvíld:
   Börnin geri sér grein fyrir mikilvægi svefns.
   Börnin geri sér grein fyrir því að þau þurfi að sofa 10-11 klukkustundir á hverri nóttu.
   Börnin þekki helstu svefnráðin.
  • 3. bekkur
   Hamingja:
   Börn læri að þekkja eigin tilfinningar og líðan.
   Börn læri um sambandið milli áreita, hugsunar og tilfinninga.
   Börn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
   Börn læri að virða skoðanir annarra.

   Hollusta:
   Börn læri að fjölbreytt fæði er undirstaða holls mataræðis
   Börn læri að velja hollar fæðutegundir. 5 á dag

   Hvetja börnin til að borða meira af grænmeti og ávöxtum.
   Börn læri að dagleg hreyfing er mikilvæg.
  • 4. bekkur
   Hamingja:
   Börnin kynnist grunnhugmyndum um sjálfsmynd.
   Börnin skilji að sjálfsmynd snýst um það hvernig þau meta sig sjálf í samskiptum við aðra.
   Börnin finni sínar jákvæðu hliðar og geti fundið jákvæðar hliðar hjá öðrum.
   Börnin skilji mikilvægi þess að bera virðingu hvert fyrir öðru og geri sér grein fyrir að þau hafa áhrif á sjálfsmynd og líðan hvers annars.

   Tannvernd:
   Börnin læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu.
   Börnin viti hvaða skaða bakteríur (tannsýkla) valda á tönnum.
   Börnin kunni og geti burstað tennurnar á fullnægjandi hátt.
   Börnin viti til hvers tannþráður er notaður.

   Slysavarnir:
   Börnin læri að nota leiktæki rétt.
   Börnin þekki helstu slysahættur á skólalóðinni og í nánasta umhverfi. Börnin viti hver eru fyrstu viðbrögð við slysum.
   Börnin læri að nota bílbelti rétt og varist öryggispúða í framsætum.
  • 5. bekkur
   Hollusta:
   Börnin átti sig á mikilvægi þess að borða reglulega.
   Börnin átti sig á mikilvægi morgunmatar.
   Börnin átti sig á af hverju fjölbreytt fæði er mikilvægt.
   Börnin læri um mikilvægi kalks og D-vítamíns fyrir bein og tennur og hvaða fæðutegundir innihalda kalk.

   Hreyfing:
   Börnin læri um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna.
   Börnin átti sig á áhrifum hreyfingar á líkamann.
   Börnin læri að meta og hafa áhrif á eigin hreyfivenjur.
  • 6. bekkur
   Kynfræðsla:
   Nemendur þekki hugtakið kynþroski og þær breytingar sem verða við hann.
   Nemendur þekki hugtakið sjálfsfróun.
   Nemendur þekki hugtakið kynferðisofbeldi.
  • 7. bekkur
   Hugrekki:
   Nemendur þekki hugtakið hugrekki.
   Nemendur átti sig á mikilvægi góðrar sjálfsmyndar.
   Nemendur læri að tileinka sér sjálfsöryggi.
   Nemendur læri ferli við ákvarðanatöku.

   Tannheilsa:
   Nemendur kunni að bursta 12 ára jaxlinn.
   Nemendur þekki mikilvægi flúors í tannvernd.
   Nemendur skilji helstu orsakir og afleiðingar glerungseyðingar.
  • 8. bekkur
   Hollusta:
   Nemendur skilji að fólk hafi mismunandi vaxtarlag.
   Nemendur geri sér grein fyrir samhengi milli orkuneyslu og orkunotkunar.
   Auka færni nemenda í fæðuvali.
   Nemendur skilji mikilvægi hollrar fæðu, hvíldar og daglegrar hreyfingar fyrir góða líðan og velgengni.

   Hugrekki:
   Nemendur þekki einkenni félagsþrýstings og læri að bregðast við neikvæðum félagsþrýstingi.
  • 9. bekkur
   Kynheilbrigði:
   Nemendur þekki og skilji hugtökin sjálfsvirðing, kynlíf, kynmök, fóstureyðing og nauðgun.
   Nemendur verði færir um að ræða sín á milli um málefni sem snerta kynlíf
   Nemendur viti hvað getnaðarvarnir eru og þekki þær helstu.
   Kunni að nota smokkinn og viti að hann er eina getnaðarvörnin sem minnkar líkur á kynsjúkdómum.
   Þekki neyðargetnaðarvörnina og viti hvar má fá hana.
   Nemendur viti hvað kynsjúkdómar eru, þekki smitleiðir þeirra og einkenni
   Viti hvernig forðast má kynsjúkdómasmit
   Viti hvert eigi að leita ef grunur er um kynsjúkdóm.
  • 10. bekkur
   Kynheilbrigði

 


Verkþáttur B: Veita nemendum hálfstaðlað áhugahvetjandi samtal um heilsu og líðan í 1., 4., 7. og 9. bekk samkvæmt eftirfarandi hugmyndafræði og skipulagi

 Hugmyndafræði:

Áhugahvetjandi samtal er aðferð sem virkjar vilja nemenda og gerir þeim auðveldara að taka uppbyggilegar ákvarðanir um breytingar á lifnaðarháttum. Samtalið getur nýst í að aðstoða nemendur við allar breytingar á lifnaðarháttum.  Aðferðin byggist á skilningi hjúkrunarfræðingsins á ferli samtalsins og vilja nemenda til samvinnu. Hjúkrunarfræðingur leitar markvisst eftir og laðar fram hugsanir og tillögur nemandans sjálfs um hegðun og hugsanlega breytingu á henni. Hjúkrunarfræðingur virðir sjálfstæði nemandans, rétt hans og getu til að taka eigin ákvarðanir.
Sérstaka athygli skal veita  þeim börnum sem hafa flutt milli skóla, eru með langvinnan heilsuvanda svo sem offitu eða geðræna erfiðleika eða hafa komið við sögu á nemendaverndarráðsfundum. Mikilvægt er að greina aðlögunarhæfni og líðan þessara barna og stuðla að því að komið sé til móts við þarfir þeirra.

Skipulag eftir árgöngum:

 • 1. bekkur
  Borðaðir þú morgunmat í morgun?
  Tókst þú lýsi í morgun? (daglega)
  Hvað borðaðir þú í morgunhressingu (nesti) í skólanum í morgun?
  Hvernig komst þú í skólann í morgun?
  Æfir þú íþróttir? (skipulögð hreyfing s.s. íþróttir, dans)
  Voru tennurnar burstaðar I morgun?
  Hver burstaði tennurnar þínar í morgun?
  Voru tennurnar burstaðar I gærkvöldi?
  Hver burstaði tennurnar þínar í gærkvöldi?
  Þværðu þér um hendurnar þegar þú ert búin á salerninu?
  Hvenær áttu að fara að sofa á kvöldin þegar það er skóli daginn eftir? Hvernig líður þér í skólanum?
  Ertu búin að eignast vin/vinkonu í skólanum?
  Er eitthvað sem þú vilt spyrja mig um?
 • 4. bekkur
  Borðaðir þú morgunmat í morgun?
  Tókst þú lýsi í morgun? (daglega)
  Hvað borðaðir þú í morgunhressingu í skólanum í morgun?
  Hvernig komst þú í skólann í morgun?
  Æfir þú íþróttir eða stundar þú reglulega hreyfingu?
  Hversu oft á dag burstar þú tennurnar?
  Hvenær áttu að fara að sofa á kvöldin þegar það er skóli daginn eftir? Hvernig líður þér í skólanum?
  Áttu trúnaðarvin?
  Hversu sáttur/sátt ert þú við sjálfan þig?
  Að þínu mati hversu góð er heilsan þín?
  Er eitthvað sem þú vilt spyrja mig um?
 • 7. bekkur
  Borðaðir þú morgunmat í morgun?
  Tókst þú lýsi í morgun?
  Hvað borðaðir þú marga ávexti/grænmeti í gær?
  Hvernig komst þú í skólann í morgun?
  Æfir þú íþróttir eða stundar reglulega hreyfingu?
  Ef já hversu oft í viku?
  Hversu oft á dag burstar þú tennurnar?
  Ert þú oft þreytt/þreyttur?
  Hvenær ferð þú venjulega að sofa á kvöldin þegar það er skóli daginn eftir? Tekur þú þátt í skipulögðu félagsstarfi? T.d. íþróttum, skátum, æskulýðsstarfi, tónlist og myndlist
  Hvernig líður þér við tilhugsunina að fara í skólann?
  Áttu trúnaðarvin?
  Hversu sáttur/sátt ert þú við sjálfan þig?
  Færðu oft magaverk og/eða höfuðverk?
  Að þínu mati hversu góð er heilsan þín?
  Er eitthvað sem þú hefur áhyggjur af?
  Er eitthvað sem þú vilt spyrja mig um?
 • 9. bekkur
  Borðaðir þú morgunmat í morgun?
  Tókst þú lýsi í morgun?
  Hvað borðaðir þú marga ávexti/grænmeti í gær?
  Hvernig komst þú í skólann í morgun?
  Æfir þú íþróttir eða stundar reglulega hreyfingu?
  Ef já hversu oft í viku?
  Hversu oft á dag burstar þú tennurnar?
  Ert þú oft þreytt/þreyttur yfir daginn?
  Hvenær ferð þú venjulega að sofa á kvöldin þegar það er skóli daginn eftir? Tekur þú þátt í skipulögðu félagsstarfi? s.s. íþróttum, skátum, æskulýðsstarfi, tónlist og myndlist
  Hvernig líður þér í skólann?
  Áttu góðan vin sem þú treystir?
  Hversu sáttur/sátt ert þú við sjálfan þig?
  Að þínu mati hversu góð er heilsan þín?
  Er eitthvað sem þú hefur áhyggjur af?
  Gerir þú eitthvað sem þú veist að getur skaðað heilsu þína?
  Færðu oft magaverk og/eða höfuðverk?
  Er eitthvað sem þú vilt spyrja mig um?

Síðast uppfært 21.08.2015

<< Til baka