Frávik í vexti og þroska

Markmið: Stuðla að eðlilegum vexti og þroska barna.

Sjá stærri mynd

Verkþættir:

A  Finna börn með frávik á vaxtarlínuriti.

B  Vinna með fjölskyldum barna með frávik á vaxtarlínuriti.

Árangursviðmið: Stefnt skal að því að meta vöxt og þroska 95% barna í 1.,4.,7. og 9. bekk. Ef börn greinast með frávik skal vinna með fjölskyldunni að úrlausn.


Verkþáttur A: Finna börn með frávik á vaxtarlínuriti

Skipulag: Börn í 1., 4., 7. og 9. bekk skulu vigtuð og hæðarmæld. Börn í öðrum bekkjum eru vigtuð og hæðarmæld eftir þörfum. Þau börn sem hafa áður verið með frávik á LÞS. Vera vakandi fyrir vaxtarfrávikum í öðrum bekkjum, sérstaklega í 5. og 6. bekk. Börn skulu vigtuð í buxum og bol en fara úr þykkum peysum, skóm og tæma vasa. Við hæðarmælingu skulu börnin standa bein með hælana alveg upp að vegg. Við greiningu skal taka mið af líkamsþyngdarstuðli (LÞS), vaxtarlínuriti og klínísku mati.

Viðbrögð/Úrræði:

Frávik í lengdarvexti:

 • Barni sem víkur tvær staðalfrávikslínur í lengdarvexti miðað við fyrri þróun á að vísa til heimilislæknis. Þetta á þó ekki við um unglinga sem vaxa hratt og hafa ættarsögu um hraðan vöxt.

Barn of létt, LÞS blár:

 • Ef breyting á vaxtarlínuriti og/eða þyngd er tveimur staðalfrávikum undir sambærilegri hæðarlínu.

Hafa samband við foreldra og í samráði við þá vísa barni áfram í viðeigandi úrræði. Mæla aftur að ári liðnu. Samskiptaseðill.

 • Ef barn fylgir vaxtarlínuriti sínu, munur á hæðar- og þyngdarlínu er minni en tvö staðalfrávik og barn virðist að öðru leyti hraust. Óþarfi að vísa áfram í frekari úrræði.

Barn eðlilegt, LÞS grænn:

 • Ef engin breyting á vaxtarlínuriti, frekari aðgerðir óþarfar.
 • Ef breyting á vaxtarlínuriti meiri en tvö staðalfrávik.

Hafa samband við foreldra og fá upplýsingar, frekari úrræði í samráði við foreldra ef þarf. Gera samskiptaseðil.

Barn of þungt, LÞS gulur:

 • Ef barn fylgir sínu vaxtarlínuriti, munur á hæðar- og þyngdarlínu er minni en tvö staðalfrávik og barn virðist að öðru leyti hraust. Óþarfi að vísa áfram í frekari úrræði.
 • Ef breyting á vaxtarlínuriti er meiri en 1-2 staðalfrávik.

Fá upplýsingar hjá íþróttakennara um virkni barns í skólaíþróttum og niðurstöður þolprófa og hreyfiþroskaprófa. Boða foreldra í viðtal og finna viðeigandi úrræði í samráði við þá. Gera samskiptaseðil. Mæla aftur að ári liðnu.

Barn of feitt, LÞS rauður:

 • Ef barn mælist með rauðan líkamsþyngdarstuðul.

Fá upplýsingar hjá íþróttakennara um virkni barns í skólaíþróttum og niðurstöður þolprófa og hreyfiþroskaprófa. Boða foreldra í viðtal og finna viðeigandi úrræði í samráði við þá. Gera samskiptaseðil. Mæla aftur að ári liðnu.


Verkþáttur B: Vinna með fjölskyldum barna með frávik á vaxtarlínuriti

Meðferðarmarkmið:

 • Yfirþyngd barna: Viðhalda líkamsþyngd barns þar til LÞS lækkar.
 • Offita barna: Viðhalda líkamsþyngd barna en lækka smám saman líkamsþyngd unglinga, 0,5 - 1 kg á mánuði þar til LÞS lækkar.
 • Breytingar á lífsstíl: Að skor þróist í jákvæða átt samkvæmt matslistanum "Barnið og fjölskyldan - matarvenjur og hreyfing".

Viðeigandi úrræði:

 • Viðtal við foreldra og kynna fyrir þeim úrræði heilsugæslunnar og ráðgjöf íþróttakennara ef möguleiki er á. Mikilvægt að boða foreldra í viðtal þar sem leitast er við að mæta þörfum foreldra til að takast á við þetta verkefni.

Hugsanlegar leiðir:

  • Heilsuviðtöl á vegum heilsugæslunnar 4 - 6 skipti. Viðtöl sem byggja á áhugahvetjandi samtali og fjölskyldumiðaðri atferlismeðferð. Mögulegt að nota "Barnið og fjölskyldan - matarvenjur og hreyfing" ásamt markmiðaspjöldum.
  • Skoðun/viðtal á heilsugæslustöð hjá lækni eftir því sem við á.
  • Heilsunámskeið fyrir foreldra ungra barna á vegum heilsugæslunnar. Mögulegt að nota námskeiðsefni sem gefið var út af Þróunarsviði heilsugæslunnar, 2013.
 • Ef viðeigandi úrræði duga ekki til eða  barn er með alvarlega offitu, þá skal vísa barni til Göngudeildar Barnaspítala Hringsins.

Síðast uppfært 07.02.2014

<< Til baka