Smitsjúkdómavarnir

Markmið: Draga úr útbreiðslu smitsjúkdóma.

Sjá stærri mynd

Verkþættir:

A.  Yfirfara bólusetningar þegar barn byrjar í skólanum.

B.  Bjóða bólusetningar samkvæmt skipulagi.

C.  Viðbrögð við smitsjúkdómum.

Árangursviðmið: Með heilsuvernd skólabarna skal stefna að því að 95% barna séu bólusett í viðeigandi árgöngum. Stefnt skal að því að 98% barna séu fullbólusett þegar grunnskóla lýkur eftir 10. bekk.


Verkþáttur A: Yfirfara bólusetningar þegar barn byrjar í skólanum

Verklag:

 • Yfirfara skal bólusetningar hjá börnum í 1. bekk og nýnemum. Skrá rafrænt þær bólusetningar sem skráðar eru í skírteini barns sem ekki eru nú þegar rafrænt skráðar.
 • Ef börn hafa verið bólusett erlendis þarf að staðfesta það með bólusetningarskírteini. Sé því ekki framvísað skal litið svo á að viðkomandi sé óbólusettur.
 • Börnum sem ekki hafa verið bólusett í samræmi við tilmæli Embættis landlæknis, skal bjóða bólusetningar samkvæmt skipulagi.

Verkþáttur B: Bjóða bólusetningar samkvæmt eftirfarandi skipulagi:

Undirbúningur og vinnulag:

 • Tilkynna foreldrum að bólusetning standi til, fá börnin í skólann með skírteinin.
 • Ávallt skal hafa adrenalín eða epi-penna tiltækan við bólusetningar.
 • Æskilegt er að tveir heilbrigðisstarfsmenn heilsugæslunnar séu til staðar við bólusetningar.
 • Athuga þarf fyrningardagsetningu bóluefnis.
 • Hafni foreldrar bólusetningu skal skrá þau samskipti í sjúkraskrá barns og senda foreldrum upplýsingar þar um.
 • Ef alvarlegar aukaverkanir koma upp þá er skylt að skrá þær hjá Lyfjastofnun.

Skipulag bólusetninga:

MMRvaxPro (Mislingar, hettusótt og rauðir hundar)

 • Gefið við 12 ára aldur.
 • MMRvaxPro er ætlað til inndælingar undir húð (s.c.), þó einnig sé hægt að gefa það í vöðva.
 • Frábendingar og aðrar upplýsingar eru í fylgiseðli.

Cervarix (HPV-bólusetning)

 • Gefið 12 ára stúlkum, 2 sprautur með 5-13 mánaða millibili, t.d. sept og mars.
 • Gefið í vöðva á axlarvöðvasvæðinu.
 • Frábendingar og aðrar upplýsingar eru í fylgiseðli.

Boosterix polio (Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi og mænusótt)

 • Gefið við 14 ára aldur.
 • Gefið í vöðva.
 • Frábendingar og aðrar upplýsingar eru í fylgiseðli.

Verkþáttur C:  Viðbrögð við smitsjúkdómum:

Verklag:

 • Veita fræðslu og ráðgjöf til nemenda, foreldra og starfsfólks skóla eftir því sem þörf krefur hverju sinni.
 • Komi upp sníkjudýrasmit í skólanum er starfsfólk heilsuverndar skólabarna til ráðgjafar um meðferð, úrræði og veitir þá fræðslu sem við á hverju sinni.
 • Fræða starfsfólk skóla um meðhöndlun líkamsvessa.
 • Ískrá sér um að tilkynna til Embættis landlæknis fjölda tilfella af höfuðlús og njálg sem greind eru og skráð af starfsfólki heilsuverndar skólabarna.

Síðast uppfært 07.02.2014

<< Til baka