Langveik og fötluð börn

Markmið: Stuðla að því að langveikum og fötluðum börnum séu skapaðar viðeigandi aðstæður og umönnun í skólanum í samvinnu við foreldra og starfsfólk skólans.

Sjá stærri mynd

Verkþættir:

A.  Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans

B.  Tryggja öryggi barna með langvinna sjúkdóma


 

Verkþáttur A: Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans

 • Vera tengiliður skólans við foreldra og meðferðaraðila þegar við á.
 • Fylgja vinnuleiðbeiningum, sjá hér til hliðar.
 • Taka þátt í heilsufarseftirliti nemenda þegar þörf krefur.
 • Vinna samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis um lyfjagjafir í grunnskólum.
 • Útskýra fyrir starfsfólki skóla meðferð, lyfjagjöf og fleira eftir þörfum með leyfi viðkomandi foreldra.
 • Eftirlit og stuðningur í þeim tilvikum þegar barn þarf lyf á skólatíma.
 • Fræða starfsfólk skólans, nemendur og foreldra um einstaka sjúkdóma og/eða fatlanir með leyfi viðkomandi foreldra.
 • Stuðningur við barn og fjölskyldu þess.
 • Stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk skólans.

 

Verkþáttur B: Tryggja öryggi barna með langvinna sjúkdóma

 • Safna saman í möppu leiðbeiningum fyrir starfsfólk um eftirlit nemenda með langvinn veikindi sem allt starfsfólk skólans þarf að vita af.
 • Í samráði við skólastjórnendur sjá til þess að allir starfsmenn kynni sér upplýsingarnar í möppunni, jafnvel kvitti fyrir.
 • Upplýsa foreldra um viðkomandi verklag.

Síðast uppfært 07.02.2014

<< Til baka