Leiðbeiningar fyrir heilsugæslu

Embætti landlæknis hefur lögum samkvæmt það hlutverk að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og hafa eftirlit með henni.

Til þess að sinna þessu hlutverki gefur embættið út margs konar leiðbeiningar um verklag og vinnubrögð ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki í heilsugæslunni. Jafnframt fylgist embættið með því að faglegar kröfur hvarvetna í heilbrigðisþjónustunni séu uppfylltar.

Hér til vinstri á síðunni má nálgast Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna, ætlaðar starfsfólki sem sér um skólaheilsugæslu, og Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd.

Sjá einnig: Verklag og vinnubrögð

 

 

Síðast uppfært 09.11.2016