Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu

Offita er flókinn sjúkdómur sem hefur marga fylgisjúkdóma, bæði líkamlega, andlega og félagslega. Orsakir offitu er flókið samspil umhverfis og erfða.

Heilbrigðisstarfsfólk ætti að vera vakandi fyrir heilsufarsáhrifum offitu og bjóða einstaklingum meðferð, stuðning og eftirfylgd samkvæmt leiðbeiningunum.

Mælt er með að meðferðin sé þverfagleg og að á öllum heilsugæslustöðvum sé starfrækt heilsueflandi teymi sem m.a. koma að meðferð offitu. Miðað er við að í slíku teymi sé læknir, hjúkrunarfræðingur, hreyfistjóri, sálfræðingur og næringarfræðingur.

Höfundar leiðbeininganna eru Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hildur Thors læknir.

Vinnuhópurinn vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem gáfu álit sitt á þessum leiðbeiningum, annað hvort í heild eða á einstökum köflum. Komu þar að læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, næringarfræðingar og hreyfistjórar innan heilsugæslunnar, Landspítala, Reykjalundar og Heilsuborgar.

Skurðlæknar Landspítalans fóru yfir og staðfærðu kaflann um efnaskiptaskurðaðgerðir og fá góðar þakkir fyrir.

Sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og álitsgjöf fá fulltrúar frá Evrópsku sjúklingasamtökunum og Líkamsvirðingu.

Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu (pdf) 

<< Til baka