Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni

Tilgangur þessara leiðbeininga er að fara yfir greiningu, meðferð og eftirlit hjá einstaklingum sem greinast með sortuæxli í húð. Leiðbeiningarnar ná ekki yfir sortuæxli í slímhúð og auga. Grunnur meðferðarleiðbeininganna eru erlendar meðferðarleiðbeiningar við sortuæxli í húð. Meðferðarleiðbeiningarnar eru leiðbeinandi en tryggja ekki árangursríka meðferð í öllum tilvikum. Ákvörðun um meðferð og eftirlit skal því ætíð tekin af lækni og sjúklingi í ljósi aðstæðna. 

Í vinnuhópnum sem stóð að gerð leiðbeininganna voru Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Þórir Steindór Njálsson.

Útgefið 28. desember 2017

Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni (pdf) 

<< Til baka