Dimethyl fumarate (Tecfidera) - LSH
Dimethyl fumarate (Tecfidera)
Tecfidera (dimethyl fumarate) skal gefa sem einlyfjameðferð í því skyni að breyta sjúkdómsgangi MS, hjá sjúklingi sem uppfyllir greiningarskilyrði fyrir MS sjúkdómi. Jafnframt þarf sjúklingur að hafa virkan MS sjúkdóm sem einkennist af köstum* og bata á milli. Sjúklingur þarf að uppfylla a.m.k. annað skilmerkja í a) eða b): a) Eitt eða fleiri staðfest MS köst á síðustu 12 mánuðum og segulómun af heila og mænu sýnir dæmigerðar breytingar fyrir MS sjúkdóm. b) Hafi sjúklingur verið á annarri fyrirbyggjandi meðferð við MS en þoli hana illa vegna aukaverkana eða að hún sé talin of áhættusöm.
Útgefið 06. janúar 2015
Vefsíða yfirfarin 12.01.2015