Axitinib (Inlyta) - LSH

Nýrnafrumukrabbamein með meinvörpum er sjúkdómur sem löngum hefur verið talinn ónæmur fyrir hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Tiltölulega lítill hluti sjúklinga svarar interferon-α eða interleukin-2 meðferð og þegar hún gagnast ekki lengur, hefur ekki verið nein þekkt virk meðferð gegn sjúkdómnum. Með tilkomu nýrra lyfjaflokka sem verka á ýmsa vaxtarþætti og/eða æðanýmyndun (VEGF), hafa bæst við meðferðarmöguleikar sem hafa í rannsóknum sýnt lengri lifun án sjúkdómsframgangs (PFS) og aukna tíðni æxlisminnkunar. Axitinib (Inlyta®) er eitt þessara lyfja. Lyfið hefur verið skráð í Bandaríkjunum og Evrópu og er ráðlagt í klínískum leiðbeiningum, m.a. NCCN [1], ESMO [2] og EAU [3]. Lyfið hefur verið samþykkt hjá NICE [4].

Uppfært 09. desember 2014

Axitinib (Inlyta) - Leiðbeiningar á vef LSH

 

Vefsíða yfirfarin 18.12.2014

<< Til baka