Cabazitaxel (Jevtana) - LSH

Cabazitaxel er frumuhemjandi lyf sem verkar með því að örva örpíplunet (microtubular network) í frumum. Cabazitaxel binst við túbúlín og stuðlar að tengingu túbúlíns inni í örpíplunum og hindrar samtímis að þær sundrist. Þetta leiðir til aukins stöðugleika örpípla sem hamlar frumuskiptingu og starfsemi frumunnar í millifasa. Lyfið er skráð í Bandaríkjunum og Evrópu og er ráðlagt í klínískum leiðbeiningum NCCN (National Comprehensive Cancer Network) [1], EAU (European Association of Urology) [2] og er í umfjöllun hjá NICE.

Uppfært  09. desember 2014

Cabazitaxel (Jevtana) - leiðbeiningar á vef LSH

Vefsíða yfirfarin 18.12.2014

<< Til baka