Varnandi meðferð gegn myndun bláæðasega hjá inniliggjandi sjúklingum á lyflækningadeildum -LSH

Gefnar hafa verið út klínískar leiðbeiningar um varnandi meðferð gegn myndun bláæðasega hjá inniliggjandi sjúklingum á lyflækningadeildum.  Talið er að 10-20% sjúklinga sem leggist inn á lyflækningadeild séu í mikilli hættu á að mynda bláæðasega. Í nýlegri rannsókn á segavarnandi meðferð á Landspítala kom í ljós að aðeins 26% sjúklinga á lyflækningadeild, sem skv. ACCP (American College of Chest Physicians)-leiðbeiningum ættu að vera á fyrirbyggjandi meðferð við bláæðasegamyndun fengu slíka meðferð samanborið við 78% sjúklinga á skurðlækningadeild. Því var talin brýn þörf á að gefa út klínískar leiðbeiningar um segavarnir á lyflækningadeildum. Í því skyni voru skoðaðar tvennar nýlegar klínískar leiðbeiningar, frá NICE (National Institute for Clinical Excellence) á Bretlandi og ACCP leiðbeiningarnar frá Bandaríkjunum. Þær eru samstíga í öllum meginatriðum en ACCP leiðbeiningarnar nota þó s.n. Padua prediction score til að meta áhættu á bláæðasega, þar sem þeir sem skora ≥ 4 eru í mikilli áhættu.

 

Leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka